Hoppa yfir valmynd
19.10. 2016

Kínverjar leiðandi í útrýmingu fátæktar

Poverty-series1Á mánudag, á alþjóðadegi um útrýmingu fátæktar, beindust augu margra að Kína og þeim árangri sem náðst hefur í því fjölmenna landi í baráttunni gegn fátækt. Engin þjóð hefur lagt jafn mikið af mörkum við að útrýma fátækt og Kínverjar. Þúsaldarmarkmiðin um að fækka um helming sárafátækum á tímabilinu frá 1990 til 2015 náðu Kínverjar þegar árið 2011. Þá hafði fækkað í hópi sárafátækra um 439 milljónir manna.

Kínverjar höfðu löngu fyrir daga Þúsaldarmarkmiða og Heimsmarkmiða sett sér eigin markmið um útrýmingu fátæktar. Chengwei Huang skrifar á bloggsíðu Alþjóðabankans í dag og rekur þessa sögu allt aftur til ársins 1982 þegar kínversk stjórnvöld kynntu "Sanxi áætlunina" en með henni hófst markviss útrýming fátæktar á landsvísu í fátækustu héruðum landsins, Gansu og Ningxia. Fjórum árum síðar voru skilgreind fátæk héruð og fátæktarmörk og sérstakir sjóðir fjármagnaðir til að draga úr fátækt. 

Að mati Huang getur heimurinn margt lært af hugmyndafræði Kínverja í þessum efnum en pistilinn í heild má lesa hér..

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum