Hoppa yfir valmynd
19.10. 2016

Söguleg samþykkt um hert öryggi í efnahagslögsögu Afríkuríkja

AUfundurTogoAfríkusambandið hefur samþykkt að auka öryggi og eftirlit í efnahagslögsögu álfunnar í baráttunni við útbreidda sjóræningjastarfsemi og ólöglegar fiskveiðar sem hafa kostað sjávarútveginn og efnahag þjóðanna tugmilljarða króna á undanförnum áratugum. Rúmlega fjörutíu þjóðir Afríku samþykktu bindandi samkomulag þessa efnis á fundi síðastliðinn laugardag en samningurinn er sagður sögulegur.

Óvenjumargir þjóðarleiðtogar, átján talsins, hittust á fundi í Lome, Tógó, um þetta brýna hagsmunamál álfunnar og fréttaskýrendur segja það til marks um mikilvægi málsins, að því er fram kemur í frétt DW. Erfiðlega hefur gengið að setja bönd á sjóræningjastarfsemi, ólöglegar veiðar, smygl og aðrir glæpi á sjó en 90% af inn- og útflutningi Afríkuþjóða fer sjóleiðina og því er siglingavernd afar mikilvæg efnahagslegri velgengni í álfunni. Af 54 aðildarríkjum Afríkusambandsins eiga 38 þjóðir landamæri að sjó.

Að minnsta kosti fimmtán ríki þurfa að fullgilda samninginn áður en hann kemst til framkvæmda. Samkvæmt samningnum þurfa ríki að greiða inn í sérstakan sjóð sem settur verður á laggirnar til að auka öryggi á hafi úti.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum