Hoppa yfir valmynd
19.10. 2016

Vaxandi loftmengun í Afríku mikið áhyggjuefni

Loftmengun í Afríku eykst jafnt og þétt og leiðir til heilsutjóns og efnahagslegs tjóns í síauknum mæli, segir í nýrri skýrslu Þróunarseturs OECD sem heitir einfaldlega: Cost of Air Pollution in Africa. Í frétt um útgáfu skýrslunnar segir að kostnaðurinn við loftmengun sé þegar orðinn hærri en kostnaður vegna óviðunandi salernisaðstöðu og vannærðra barna. "Án róttækra stefnubreytinga um þéttbýlismyndun í Afríku gæti þessi kostnaður orðið himinhár," segir í fréttinni.

Í skýrslunni kemur fram að á árabilinu frá 1990 til 2013 hafi dauðsföllum af völdum loftmengunar utanhúss fjölgað um 36% og farið í 250 þúsund. Á sama tíma hafi loftmengun innanhúss - vegna mengandi orkugjafa við eldun - aukist um 18% og dauðsföllin farið í 450 þúsund.

"Áætlaður fjárhagslegur kostnaður fyrir Afríku í heild vegna þessara ótímabæru dauðsfalla er um 215 milljarðar bandaríkjadala fyrir loftmengun utanhúss og 232 milljarðar bandaríkjadala fyrir mengun á heimilum. Og þetta gerist þrátt fyrir að iðnvæðingin sé hægfara og fari jafnvel í öfuga átt í mörgum löndum," segir í skýrslunni.

The increased cost of air pollution in Africa calls for urgent mitigation action, says new OECD Development Centre study/ OECD


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum