Hoppa yfir valmynd
19.10. 2016

Wonder Woman í stað framkvæmdastjóra

Wonderwoman"Sameinuðu þjóðirnar hafa nýlega hafnað sjö kvenkyns frambjóðendum sem gáfu kost á sér í leiðtogahlutverk samtakanna. Núna, í því skyni að efla konur og stúlkur, velja þau teiknimyndapersónu sem lukkudýr: Wonder Woman. Já, teikniblaðapersónu."

Þannig hefst grein í New York Times en Sam­einuðu þjóðirn­ar hafa verið gagn­rýnd­ar fyr­ir að velja of­ur­hetj­una Wond­er Wom­an til að leiða her­ferð sam­tak­anna um valdeflingu kvenna og stúlkna. Gagn­rýn­end­ur segja valið niðurlægjandi, að því er fram kemur í frétt á Mbl.is.
Þar segir að Ban Ki-moon, fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, muni á föstu­dag vera viðstadd­ur at­höfn þar sem Wond­er Wom­an verður form­lega út­nefnd heiðurs­sendi­full­trúi valdefling­ar kvenna og stúlkna.

"Valið var til­kynnt nokkr­um dög­um eft­ir að Ant­onio Guter­res, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Portúgal, var út­nefnd­ur arftaki Ban. Sú út­nefn­ing olli ýms­um kvenna­sam­tök­um von­brigðum, þar sem von­ast hafði verið til að fyr­ir val­inu yrði fyrsta kon­an til að sinna starfi fram­kvæmda­stjóra," segir í fréttinni.

"Þetta er út í hött," seg­ir Shazia Rafi, einn leiðtoga She4SG her­ferðar­inn­ar og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Parlia­ment­ari­ans for Global Acti­on.

"Tákn­mynd her­ferðar­inn­ar fyr­ir efl­ingu kvenna er teikni­mynda­per­sóna, á meðan hægt var að velja á milli margra raun­veru­legra kvenna."

Rafi, sem hef­ur ritað Ban bréf og hvatt hann til að sniðganga at­höfn­ina, krefst þess að fallið verði frá ákvörðun­inni.   

 
Wonder Woman í stað framkvæmdastjóra/ Mbl.is  

Superdama i hotpants skal fronte kvinners rettigheter/ Bistandsaktuelt  U.N. Picks Powerful Feminist (Wonder Woman) for Visible Job (Mascot)  UN under fire for picking Wonder Woman to lead campaign/ AFP  Wonder Woman named UN girls' empowerment ambassador/ TheGuardian

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum