Hoppa yfir valmynd
16.11. 2016

Alvarlegar afleiðingar náttúru-hamfara, sérstaklega fyrir fátæka

Unbreakable"Ofviðri, flóð og þurrkar hafa bæði skelfilegar afleiðingar fyrir fólk og efnahag og fátækir verða oftast verst úti," segir Jim Young Kim forseti Alþjóðabankans í tilefni af útgáfu nýrrar skýrslu um áhrif náttúruhamfara á efnahag og lífsafkomu fólks.

Í skýrslunni - Unbreakable: Building Resilience of the Poor in the Face of Natural Disasters - kemur fram að efnahagstjón af völdum alvarlegra náttúruhamfara er metið á 520 milljarða bandaríkjadala árlega. Þá leiða hamfarirnar til þess að 26 milljónir manna bætast í hóp fátækra ár hvert.

Eins og nafn skýrslunnar gefur til kynna leggur Alþjóðabankinn höfuðáherslu á að auka viðnámsþrótt gegn hamförum og Jim Young Kim segir það ekki aðeins efnahagslega skynsamlegt heldur líka siðferðilega mikilvægt. "Alvarlegar náttúruhamfarir vegna loftslagsbreytinga gætu svipt burt framförum síðustu áratuga í baráttunni gegn fátækt," segir hann.
Disaster resilience measures could unlock US$100 billion in developing economies, World Bank says

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum