Hoppa yfir valmynd
16.11. 2016

Dollar street: þar sem staðalímyndir hrynja

DollarstreetSænska baráttukonan Anna Rosling Rönnlund segir að persónulegt markmið hennar með starfi sínu hjá hinu fræga frumkvæði Rosling-fjölskyldunnar, Gapminder, sé að auðvelda fólki að skilja heiminn á myndrænan hátt. Fjallað er um "Dollar street" nýtt netverkefni fjölskyldunnar í nýju norrænu fréttabréfi Upplýsingaskrifstofu SÞ, UNRIC.

Þar segir að Anna, eiginmaður hennar Ola Rosling, og tengdafaðirinn Hans Rosling séu kjarninn í  Gapminder, óháðri sænskri stofnun sem hefur það að markmiði að "berjast gegn skaðlegum misskilningi um þróun heimsins með staðreynda-miðaðri heimssýn sem allir geta skilið."

"Læknirinn, samstarfsmaður hennar og tengdafaðir, Hans Rosling, er orðinn heimskunnur sem ræðumaður og er frægð hans ekki síst að þakka framúrskarandi myndrænni matreiðslu ýmissa staðreynda. Þetta er einmitt helsta hlutverk Önnu í starfi Gapminder hópsins, sem hefur unnið mikið með Sameinuðu þjóðunum, háskólasamfélaginu, ríkisstjórnum og almannasamtökum. Anna er sjálf heilinn á bakvið Dollar Street verkefnið sem hóf göngu sína á netinu nú í október.

"Markmið okkar með Dollar Street er að gera öllum kleift að sjá hvernig fólk lifir raunverulega í heiminum," segir Anna Rosling. "Við reynum að sjá í gegnum staðalímyndir og klisjur. Við vinnum úr tölfræði á þann hátt að enginn þarf að lesa talnarunur. Myndirnar leika hlutverk talnanna, ókeypis fyrir alla sem vilja nota og skoða."

Dollar Street er netsíða þar sem safnað er myndum af heimilum um víða veröld. Sýnd eru 200 heimili í um 50 löndum eða í allt 30 þúsund ljósmyndir og 10 þúsund myndbönd af heimilum. Hún segir að þetta verkefni eigi erindi við Sameinuðu þjóðirnar sem samþykktu Heimsmarkmiðin fyrir ári.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum