Hoppa yfir valmynd
16.11. 2016

Ísland áttunda árið í röð í efsta sæti í kynjajafnrétti

5 Surprising Gender Gap Facts Áttunda árið í röð eru Íslendingar í efsta sæti á lista yfir þjóðir heims þegar horft er til jafnréttis kynjanna. Samkvæmt árlegri skýrslu - Global Gender Gap Report 2016 - hafa Íslendingar náð að draga að mestu úr kynjamismun, eða um 87%. Launamunur kynjanna ræður mestu um að árangurinn er þó ekki meiri. Norðurlandaþjóðirnar raða sér í efstu sæti listans, að Dönum undanskildum, en athygli vekur að Afríkuríkið Rúanda er í fimmta sæti.

Haldi þróun í jafnréttismálum áfram með sama hætti og verið hefur getur stúlkubarn sem fæðist í dag vænst þess að jafnrétti kynjanna verði að fullu náð þegar hún verður 83 ára.

Jemen, Pakistan og Sýrland eru í neðstu sætum listans

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum