Hoppa yfir valmynd
16.11. 2016

Loftslagsráðstefnan í Marrakesh: Nánari útfærsla á ýmsum ákvæðum Parísarsamningsins

Frétt EURONEWS Þessa dagana stendur yfir 22. aðildarríkjaþing Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar í Marrakesh í Marokkó. Það verður jafnframt fyrsta aðildarríkjaþing Parísarsamningsins, en hann er byggður á grunni Rammasamningsins, sem hefur að geyma almenn ákvæði um losunarbókhald og skyldu ríkja heims að bregðast við loftslagsbreytingum af manna völdum.

Fyrir þinginu liggur meðal annars að útfæra nánar ýmis ákvæði Parísarsamningsins, svo sem um bókhald ríkja varðandi losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis með skógrækt og öðrum aðgerðum, aðlögun að breytingum, fjármál og fleira, að því er fram kemur á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytis.

Ríkisstjórnin samþykkti sóknaráætlun í loftslagsmálum í aðdraganda Parísarfundarins 2015 til að efla starf í loftslagsmálum. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur tekið saman yfirlit yfir framkvæmd sóknaráætlunar. Áætlunin byggir á sextán verkefnum, sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, auka kolefnisbindingu, efla þátttöku í alþjóðlegum verkefnum og styrkja innviði loftslagsmála til að takast á við hertar skuldbindingar. Áætlunin gildir til þriggja ára og er starf undir hennar hatti hugsað sem viðbót við fyrri áætlanir og markmið. Sóknaráætlun er fyrsta heildstæða áætlun Íslands í loftslagsmálum sem byggir á fjármögnuðum verkefnum og er ekki síst ætlað að virkja fleiri til góðra verka á því sviði - fulltrúa atvinnulífs, vísindamenn, stofnanir og almenning, segir í fréttinni.

World to Cut Gas Emissions by 25 Percent More Than Paris Agreement/ IPS
Africa: After Years of Delay, Climate Talks Face a New Problem - Speed/ AllAfrica
Skýrsla: Scaling Up Climate Action to achieve the SDGs/ UNDP
Parísarsamkomulagið í uppnámi eftir kjör Trumps/ Kjarninn
4 Big Questions For This Year's Climate Change Conference, eftir Nick Visser/ HuffingtonPost
MARRAKECH: UN climate conference to continue momentum after Paris Agreement comes into force
Vefur ráðstefnunnar: The world's youth gathered in Marrakech for the occasion of COY12
12 ways environment and development sectors can collaborate to meet the SDGs
'Climate action starts in the kitchen,' says UN, launching #Recipe4Change campaign/ UN
2016: World Bank Group Moves Fast to Support Stepped Up Global Climate Ambition/ Alþjóðabankinn

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum