Hoppa yfir valmynd
16.11. 2016

Sameinuðu þjóða safn í Kaupmannahöfn á teikniborðinu

UnlivemuseeumUN Live safnið byggir á þremur stoðum: gagnvirkri og stafrænni virkni á netinu, útstöðvum um allan heim og safni sem mun rísa í Kaupmannahöfn. "Ætlunin er að skapa vettvang þar sem fólk getur fræðst um starf og markmið Sameinuðu þjóðanna, átt í innbyrðis samskiptum og við Sameinuðu þjóðirnar sjálfar um þessi markmið og gildi," segir Jan Mattsson, forstjóri safnsins í viðtali við norrænt fréttabréf UNRIC
 
Í fréttabréfinu kemur fram að stafrænt starf hefjist strax á næsta ári þótt byggingin rísi síðar. Fjársöfnun stendur enn yfir en fimm ára fjárhagsáætlun hljómar upp á 350 milljónir evra, þar á meðal byggingin í Kaupmannahöfn. 

Þrír menn úr ólíkum áttum eru forsprakkar verkefnisins. Svíinn Jan Mattsson fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og forstjóri UNOPS, danski kaupsýslumaðurinn Henrik Skovby formaður Dalbert og íslensk-danski listamaðurinn Ólafur Elíasson sem stýrir hönnun verkefnisins. 

Það er ekki síst sú staðreynd að heimsþekktur listamaður, Ólafur Elíasson, er á meðal þátttakenda, sem vekur athygli, segir í frétt UNRIC. "Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ólafur fylkir sér að baki hugsjónum Sameinuðu þjóðanna og nægir að nefna frægt verk hans og Grænlendingsins Minik Rosing, Ísúrið, í París í tengslum við COP21, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna fyrir ári."

"Sameinuðu þjóðirnar hafa unnið stórvirki á síðustu 70 árum, en almenningur virðist ekki lengur geta tengt sig tilfinningalega við þessi útbreiddu samtök," segir Ólafur. "Þau eru svo stór og þau miðast við samskipti á milli þjóða, með þeim afleiðingum að einstaklingar hafa ekki raunverulegan aðgang, og það hefur í för með sér að fólki finnst það ekki hafa nein áhrif og verður sinnulaust.Það verður rými þar sem gestir og notendur geta fræðst, átt í samskiptum og verið virkir í krafti UN Live, en jafnframt nýst Sameinuðu þjóðunum í því að hlusta á og læra af fólkinu."
Sameinuðu þjóðirnar eru ekki aðilar að verkefninu, en í hópi á þriðja hundrað manns sem eru virkir, eru margir núverandi og fyrrverandi starfsmenn Sameinuðu þjóðanna. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fagnaði tilkynningunni í yfirlýsingu.

"Aðalframkvæmdastjórinn hlakkar til samvinnu Sameinuðu þjóða-kerfisins og safnsins í viðleitni til að auka vitund um og afla stuðnings við Heimsmarkmiðin og starf okkar við að skapa betri framtíð fyrir alla," sagði hann.

Vefur verkefnisins

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum