Hoppa yfir valmynd
16.11. 2016

Samstarfssamningur við Mangochi hérað framlengdur

Fulltrúar sendiráðs Íslands í Lilongwe, fyrir hönd íslenskra stjórnvalda, skrifuðu á dögunum undir samning um framlengingu á verkefnum sem íslenska ríkið hefur verið að styrkja í Mangochi héraði í suðurhluta Malaví síðan árið 2012.

Sveitastjórnarráðuneyti Malaví er einnig aðili að samningnum, fyrir hönd malavíska ríkisins, ásamt héraðsstjórn Mangochi.

Í maí 2012 samþykktu þessir aðilar fjögurra ára verkefnaáætlun sem miðaði að bættri getu héraðsstjórnar Mangochi til að stuðla að auknu aðgengi íbúa héraðsins að menntun, heilbrigðis-þjónustu og hreinu vatni. Því verkefni lauk þann 30. júní síðastliðinn en af óviðráðanlegum orsökum var ekki hægt að skrifa undir nýja fjögurra ára áætlun á þeim tíma og því var ákveðið að framlengja hluta verkefnisins sem var að klárast um eitt ár eða fram til 30. júní 2017.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum