Hoppa yfir valmynd
16.11. 2016

Utanríkisráðuneytið styrkir fræðsluverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar

Hk6Hjálparstarf kirkjunnar hefur hlotið 500 þúsund króna styrk vegna fræðsluverkefnisins Stefnumót við fólk frá Eþíópíu. Verkefnið snýr að því að fólk frá Eþíópíu komi til Íslands til að hitta og uppfræða íslensk ungmenni um líf, aðstæður og menningu í Eþíópíu. Einnig gera gestirnir grein fyrir því hvernig þróunarsamvinnuverkefni getur skilað árangri og eflt samfélög. Stefnt er að því að gestirnir hitti allt að tvö þúsund íslensk ungmenni í fermingarfræðslu, auk ungmenna í framhaldsskólum og fullorðna.

Fræðslu- og kynningarstyrkir utanríkisráðuneytis um þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð eru liður í viðleitni ráðuneytisins til að auka stofnanafærni íslenskra borgarasamtaka og efla faglega þekkingu þeirra á málaflokknum. Enn fremur er þeim ætlað að auka þekkingu almennings á þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð og aðkomu borgarasamtaka á þeim vettvangi. 

Tekið er við umsóknum vegna fræðslu- og kynningarstyrkja tvisvar á ári og er umsóknarfrestur til miðnættis 15. mars og 15. september ár hvert. Að þessu sinni bárust þrjár umsóknir um styrk vegna fræðslu- og kynningarverkefna og þótti ein umsókn uppfylla öll skilyrði sem gerð eru samkvæmt stefnumiði og verklagsreglum utanríkisráðuneytisins um samstarf við borgarasamtök. 


Nánari upplýsingar um umsóknarferlið sem og öll viðvíkjandi stuðningsgögn má finna á vef alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum