Hoppa yfir valmynd
23.11. 2016

Flóttafólk velkomið og fær tækifæri til að koma undir sig fótunum í nýju landi

Þúsundir flóttamanna koma daglega yfir landamærin frá Suður-Súdan til Úganda þar sem þeir eru boðnir velkomnir. Í myndbandinu eru svipmyndir frá flóttamannasamfélögum og rætt við Titus Jogo fulltrúa stjórnvalda á staðnum og Stefán Jón Hafstein forstöðumann sendiráðs Íslands í Úganda Síðustu vikur hafa að meðtaltali 3.500 flóttamenn frá Suður-Súdan komið daglega í mótttökustöðvarnar í BidiBidi í norðurhluta Úganda. Á hverjum degi koma margar rútur frá landamærastöðvum fullar af fólki, einkum þó konum og börnum, sem flýja grimmdarverkin í heimalandinu sem færðust mjög í aukana í júlí þegar vopnahlé stríðandi fylkinga rann út í sandinn.

Flestir koma nánast allslausir, með eina eða tvær litlar töskur, og sumir með hænu eða tvær eða geit. Frá því í águstmánuði hafa komið tæplega 200 þúsund flóttamenn. Þeir eru allir boðnir velkomnir af stjórnvöldum sem hafa þá stefnu í málefnum flóttamanna að veita þeim nánast öll réttindi til jafns við heimamenn ef ríkisfang er undanskilið.

Þessi stefna hefur bæði vakið athygli og aðdáun: fulltrúar Alþjóðbankans og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna eru meðal þeirra sem hafa hrósað stjórnvöldum í Úganda fyrir örlæti sitt í garð flóttafólks. Mikill fjöldi Sameinuðu þjóða stofnana og alþjóðastofnana eru að stöfum á svæðinu en björgunarstarfinu er stýrt af fulltrúum frá skrifstofu forsætisráðherra Úganda.

Flóttamannasamfélög, ekki flóttamannabúðir
Titus Jogo yfirmaður stjórnvalda á vettvangi segir í meðfylgjandi kvikmyndabroti að flóttafólk sé ekki sett í búðir heldur byggðir, það fái landspildu til umráða og réttindi  eins og ferðafrelsi, aðgengi að vatns- og salernisaðstöðu, menntun og heilusgæslu, atvinnuréttindi og kosningarétt og kjörgengi innan héraðsins. Skýringuna á þessum jákvæðu mótttökum segir hann vera reynslu Úgandabúa: þeir þekki margir hverjir af eigin raun þá stöðu að vera flóttafólk og það hafi mótað stefnu stjórnvalda.

Landspildan sem flóttafólk fær úthlutað nemur 90 fermetrum, það fær tækifæri til að koma sér upp smáhýsi og hefja ræktun á matjurtum - með öðrum orðum: að koma undir sig fótunum og verða að mestu sjálfbjarga.

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, bauð Stefáni Jóni Hafstein forstöðumanni íslenska sendiráðsins í Úganda að kynna sér aðstæður á vettvangi. Hann segir að stjórnvöld í Úganda sýni flóttafólkinu skilning og samstöðu. Hann bendir á að velviljinn komi líka fram í því að alþjóðasamfélagið komi með stuðning sem gagnast heimamönnum, héraðsstjórnum og íbúum héraðanna sem hýsa flóttafólkið. Stefán Jón nefnir líka alvarleika borgarastríðsins í Suður-Súdan, segir engar friðarlíkur sjáanlegar á næstunni og það komi til með að ýta undir flóttamannastrauminn til Úganda.

Íslensk stjórnvöld styðja alþjóðasamtök á vettvangi eins og UNICEF og Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (WFP)  með kjarnaframlögum auk þess sem Rauði krossinn og Hjálparstarf kirkjunnar hafa nýlega fengið samtals 30 milljónir króna til stuðnings flóttafólki frá Suður-Súdan í Úganda, eins og lesa má á öðrum stað í Heimsljósi.

Afríku blæðir í hjartastað, eftir Egil Bjarnason/ Fréttatíminn
Security Council 'deeply alarmed' over escalation of ethnic violence in South Sudan/ UNNewsCentre
Who can stop the threat of genocide in South Sudan?/ IRIN
Unicef brokers release of 145 child soldiers in South Sudan, says 16,000 still in armed forces/ IBTimes
In Plain Sight: The World's Refugee Crisis As Seen From Space/ MediumCom
Some 3,500 people fleeing South Sudan each day due to ongoing conflict - UN refugee agency
S. Sudan Humanitarian Crisis Worsening as Famine Looms/ VOA
"We did not believe we would survive": Killings, rape and looting in Juba/ Amnesty International

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum