Hoppa yfir valmynd
23.11. 2016

"Foreldrar mínir voru drepnir af skæruliðum"

https://youtu.be/WlQWPxneY-0 Fyrir þremur mánuðum var Bidibidi lítið þorp í norðurhluta Úganda. Nú er hér fjórða fjölmennasta samfélag flóttafólks í heiminum. Með rútum sem þessum koma stríðshrjáðir íbúar Suður-Súdan í móttökustöðina í Yumbe héraði. Þeir flýja borgarastríðið, einhverjar grimmilegustu þjóðernishreinsanir síðari ára. Meðal þeirra eru fjölmörg börn sem hafa misst föður eða móður, eða báða foreldra.

Jura Scovia er sautján ára, hún er nýkomin í mótttökustöðina í Bidibidi. Spurningunni um það hvort hún hafi komið með foreldrum sínum svarar hún: 

"Foreldrar mínir voru drepnir af skæruliðum." 

Jura lýsir því hvernig hún og bróðir hennar földu sig í trjágróðri í tíu daga á leið að landamærunum til Úganda því enga hjálp hafi verið að hafa heima í þorpinu þeirra. Svöng og sorgmædd eru þau komin hingað til Bidibidi, munaðarlaus, allslaus. Fulltrúi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, hlustar á frásögn stúlkunnar en systkinunum verður síðan komið í hendur samtakanna World Vision sem sérhæfa sig í tilvikum sem þessum og leita að fósturforeldrum. Sextíu og fimm prósent allra flóttamanna frá Suður-Súdan eru börn yngri en átján ára, mörg þeirra hafa orðið viðskila við foreldra sína í átökunum og enn fleiri koma til Úganda vegna þess að foreldrarnir eru látnir. Við erum að tala um þúsundir barna. 


UNICEF leggur áherslu á að koma upp skólum í flóttamanna-samfélögunum í Úganda og hjálpa börnum að vinna úr sorg og áföllum gegnum leik, umræður um frið, með því að teikna... og síðast en ekki síst með söng. Í meðfylgjandi myndbandi er rætt við Dorothy Birungi frá UNICEF í Úganda. 


Funding shortfall for UN emergency response fund could have 'devastating impact'/ SÞ
Explosive Hazards in South Sudan Put Residents at Risk/ VOA
Three months ago, it was a tiny Ugandan village. Now it's the world's fourth-largest refugee camp/ WashingtonPost
Why Uganda is a model for dealing with refugees/ Economist
UN warns of growing food crisis in South Sudan in 2017/ Xinhuanet
South Sudanese civilians fear the U.N. can't protect them from a massacre/ WashingtonPost
WFP Delivers Food To 52,000 People Cut Off From Aid In South Sudan/ WFP
UN warns that South Sudan risks spiraling into a genocide/ AP
Children in South Sudan call for end to conflict/ CCTV

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum