Hoppa yfir valmynd
23.11. 2016

Kenna þarf fólki að nota almenningssalerni, segir íbúi í Kikondo

https://youtu.be/Zm3f5n_fF8k Alþjóðlegi klósettdagurinn var haldinn síðastliðinn laugardag, 19. nóvember. Í tilefni dagsins birtum við á Fésbókarsíðu alþjólegrar þróunarsamvinnu Íslands meðfylgjandi myndband frá þorpinu Kikondo í Úganda sem hefur nýlga fengið almenningssalerni byggt fyrir íslenskt þróunarfé.

Á alþjóðlega klósettdeginum er athyglinni jafnan beint að þeim jarðarbúum sem hafa ekki greiðan aðgang að salernisaðstöðu og þeim sem neyðast til að ganga örna sinna á úti á víðavangi. Fyrrnefndi hópurinn telur 2,4 milljarða og sá síðarnefndi 1 milljarð.

Aðgengi að viðunandi salernisaðstöðu er fyrst og fremst heilbrigðismál eins og sést best á því að þar sem þessi málaflokkur er óviðunandi glímir fólk við margs konar sjúkdóma, auk þess sem efnahagsleg áhrif eru gífurleg vegna minni framleiðni sökum veikinda. Þau kalla líka á lyf sem margir hafa ekki efni á.

Samkvæmt 6. Heimsmarkmiðinu á eigi síðar en árið 2030 að vera búið að tryggja öllum jafnan aðgang að fullnægjandi salernis- og hreinlætisaðstöðu "og endir verði bundinn á að menn þurfi að ganga örna sinna utan dyra, þar sem sérstakri athygli er beint að þörfum kvenna og stúlkna og þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu," eins og segir orðrétt í einu af undirmarkmiðunum.

Fyrir íslenskt þróunarfé er í öllum þremur samstarfsríkjum okkar, Malaví, Mósambík og Úganda, verið að styðja héruð í vatns- og salernismálum. Í Úganda hafa á síðustu misserum verið byggð almenningssalerni í fiskimannaþorpum í Buikwe héraði og við marga grunnskóla. Í þorpinu Kikondo lýsa íbúar því í meðfylgjandi myndbandi hversu mikilvægt það er að fá almenningssalernin því áður hafi fólk gert þarfir sínar hvar sem er. Eins og ein kvennanna lýsir ástandinu þarf engu að síður að kenna fólki að nota almenningssalerni og ganga snyrtilega um þau; bæta þurfi hreinlætið mikið og það vanti sápu.

Addressing the urban sanitation crisis: Time for a radical shift, eftir Martin Gambrill/ Alþjóðabankablogg
Helping children survive and thrive: How toilets play a part, eftir Claire Chase/ Alþjóabankablogg
On World Toilet Day, UN spotlights impact of sanitation on peoples' livelihoods/ UN
6 key challenges to achieving universal access to sanitation by 2030/ Devex


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum