Hoppa yfir valmynd
23.11. 2016

Mannréttindadagur barna - nýr fræðsluvefur Barnaheilla

https://youtu.be/PUFlsB3dKbA Á sunnudag var alþjóðlegur dagur barna og afmælisdagur Barnasáttmálans. Alþingi ákvað síðastliðið vor að þessi dagur yrði helgaður fræðslu í skólum landsins um mannréttindi barna. Barnaheill - Save the Children á Íslandi - setti af þessu tilefni upp sérstakt vefsvæði í samvinnu við innanríkisráðuneytis og mennta- og menningarmálaráðuneytið sem helgað þessari fræðslu. Þar sem skólar voru lokaðir á sunnudag var þess vænst að fræðan færi fram á föstudag.

Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) minnir á þá staðreynd að á hverjum degi deyja 16 þúsund börn undir fimm ára aldri, flest vegna sjúkdóma sem hægt er að meðhöndla, en einnig vegna skorts á mat, vatni og aðgengi að heilbrigðisþjónustu. UNDP minnir líka á þær miklu framfarir sem orðið hafa á síðustu áratugum þegar litið er til barnadauða í heiminum. Árið1990 létust 13 milljónir barna fyrir fimm ára aldur eða 9% allra barna í heiminum. Á árinu 2015 létust 5,9 milljónir barna eða 4,3% allra barna í heiminum.

Samkvæmt Heimsmarkmiðunum er ætlunin að binda enda á dauða nýbura og barna undir fimm ára aldri fyrir árið 2030. Þá er stefnt að því að öll lönd lækki dánartíðni nýbura að minnsta kosti niður í 12 af hverjum 1.000 fæðingum lifandi barna og dánartíðni barna undir 5 ára aldri að minnsta kosti niður í 25 af hverjum 1.000 fæðingum lifandi barna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum