Hoppa yfir valmynd
23.11. 2016

Ráðherra sveitarstjórnarmála í Malaví heimsækir Mangochihérað

Á dögunum heimsótti ráðherra sveitarstjórna- og þróunarmála í Malaví Mangochihérað, gagngert til að kynna sér þau verkefni sem héraðsstjórnin vinnur að í samvinnu við íslenska sendiráðið. Ráðherrann heimsótti nýju fæðingardeildina í Mangochibæ og eina af fjórum minni fæðingardeildum í dreifbýli. Auk þess heimsótti hann tvo grunnskóla og vatnsból.

Malavigra2Heimsóknin hófst á skrifstofu héraðsstjórans í Mangochi, þar sem þróunarstjóri héraðssins og Guðmundur Rúnar Árnason verkefnisstjóri sögðu ráðherranum frá verkefnum undanfarinna ára og undirbúningi fyrir framhaldið. Að því búnu var nýja fæðingardeildin í Mangochibæ skoðuð. Allmargir slógust í för eins og myndirnar bera með sér, sums staðar með söng og trumbuslætti. 

Malawigra1Að loknum heimsóknum og lokafundi, þar sem ráðherrann, formaður héraðsstjórnarinnar og Ágústa Gísladóttir, forstöðumaður sendiráðsins í Lilongwe fluttu ávörp, lauk formlegri heimsókn. Ráðherrann lýsti mikilli ánægju með það sem hann hafði séð og þau verkefni sem unnið hefur verið að með stuðningi Íslands. Í ræðu hans kom m.a. fram, að umfang þessara verkefna er talsvert meira en hann hafði gert sér grein fyrir. 

Gramynd4

TiundamyndÍ lok formlegrar dagskrár bauð ráðherrann starfsfólk sendiráðsins að koma með sér til TA Nankumba og vera viðstödd athöfn þar sem höfðinginn í Nankumba var hækkaður í tign, í Senior Chief Nankumba. Þar var mikið fjölmenni samankomið og áhugavert að fylgjast með. Höfðingjanum voru færðar góðar gjafir, ný rúmdýna, geit og ýmislegt fleira.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum