Hoppa yfir valmynd
23.11. 2016

Þróunarríkin hundrað árum eftir þróuðum ríkjum í menntun

Líkurnar á því að barn sem fæðist í þróunarríki - stórum hluta Asíu, Suður-Ameríku, Afríku og hluta af Miðausturlöndum - eigi kost á vandaðri menntun eru miklu minni en hjá barni sem fæðist í þróuðu ríkjum heimsins - í Evrópu, Japan, enskumælandi hlutum Norður-Ameríku og Eyjaálfu. Rebecca Winthrop sem stýrir alþjóðlega menntasetrinu hjá bandarísku Brookingsstofnuninni heldur því fram í nýrri grein að munurinn á þessum tveimur heimum hvað menntun áhærir sé 100 ár, ein öld. 

Ójöfnuður innan þróunarríkjanna skýrir þennan mun að mestu leyti, segir Rebecca. "Í Afríku tekst aðeins þriðjungi barna að komast upp í framhaldsskóla - eða svipað hlutfall og bandarískra barna fyrir rúmum hundrað árum. Þegar horft er á getu barna í lestri og stærðfræði sést að kunnátta barna í þróunarríkjunum er svipuð og 8% þeirra lökustu í þróuuðu ríkjunum. Og það sem er líkast til verst er að miðað við hraða breytinganna tekur það nemendur í þróunarríkjunum meira en hundrað ár að komast á þann stað sem nemendur þróuðu ríkjanna eru núna," segir hún.

How Can We "Leapfrog" Educational Outcomes?, eftir Rebecca Winthrop/ SSIR
Rethinking Education in a Changing World, eftir Rebecca Winthrop og Eileen McGivney/ SSIR


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum