Hoppa yfir valmynd
30.11. 2016

200 börn deyja á dag, segir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna

https://youtu.be/JvX4fP5PsY4 Hálf millj­ón barna í Níg­er­íu er í lífs­hættu vegna vannær­ing­ar og stór hluti þeirra gæti látið lífið á næstu mánuðum ber­ist ekki hjálp. Fleiri en 200 börn lát­ast nú á dag á svæðinu. Þetta kem­ur fram í ákalli UNICEF á Íslandi sem stend­ur fyr­ir neyðarsöfn­un vegna hörm­ung­ar­ástands­ins í Níg­er­íu og ná­granna­ríkj­un­um.

Yfir 130.000 börn í norðaust­ur­hluta Níg­er­íu, þar sem ástandið er verst, hafa fengið meðferð við vannær­ingu síðastliðna mánuði. Börn sem eru vannærð eru marg­falt lík­legri til að deyja af völd­um sjúk­dóma en önn­ur börn sem veikj­ast, til dæm­is af malaríu, lungna­bólgu og niður­gangspest­um.

Til að mæta þessu hef­ur UNICEF með hjálp heims­for­eldra og þeirra sem stutt hafa söfn­un­ina lagt áherslu á að styrkja grunn­heil­brigðis­kerfið á svæðinu, svo fólk geti sótt sér hjálp þegar börn þess veikj­ast. Slík þjón­usta, studd af UNICEF, nær nú til yfir 3,3 millj­óna manna, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá UNICEF.

Mörg þúsund manns hafa stutt neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi vegna hörmungarástandsins í Nígeríu og nágrannaríkjunum þar sem hálf milljón barna er í lífshættu vegna vannæringar. Fjölmargir hafa auk þess skipulagt viðburði til styrktar neyðaraðgerðum UNICEF. 
"Hingað á skrifstofuna hefur fólk komið með stórar gjafir sem smáar, sem er ákaflega gleðilegt. Hvert einasta framlag skiptir máli. Sá elsti sem hefur heimsótt okkur er 87 ára og sá yngsti í leikskóla," segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.

Neyðarsöfnunin stendur enn sem hæst. Hægt er að styrkja hana með því að senda sms-ið BARN í númerið 1900 (1.000 kr) - sem jafngildir vikulangri meðferð fyrir vannært barn. Þörf er á að stórauka neyðaraðgerðir UNICEF á vettvangi.

Tölfræðin segir ekkert um sorgina Nærri hálf milljón barna í fjórum ríkjum í Vestur- og Mið-Afríku er í bráðri hættu vegna vannæringar og stór hluti þeirra gæti látið lífið á næstu mánuðum berist ekki hjálp.

"Tölurnar eru sláandi: Mörg hundruð þúsund börn í lífshættu vegna vannæringar og 65.000 manns sem búa við aðstæður sem svipar til hungursneyðar. En tölfræðin segir þér aðeins hvert umfang vandans er, ekkert um mannlegu hliðina á honum, sorgina eða angistina," segir Arjan de Wagt, yfirmaður næringarmála hjá UNICEF í Nígeríu. 

"Tölurnar segja þér ekki hvernig það er að vera inni í sjúkratjaldi þar sem mæður eru með veik og vannærð börn sín. Í yfirfullu tjaldi halda tugir örvilna mæðra á veikburðum börnum sínum með vonarblik í auga. Ég hef verið í hundruðum slíkra tjalda og í hvert einasta sinn snertir það mig. Ég hugsa um mín eigin börn og hvernig það væri að vera í jafnmikilli örvæntingu. Hugsa um sívaxandi skelfinguna sem ég myndi upplifa ef ég horfði upp á börnin mín léttast og léttast þangað til þau væru einungis skinn og bein."    Grunnheilsugæsla stórefld Börn sem eru vannærð eru margfalt líklegri til að deyja af völdum sjúkdóma en önnur börn sem veikjast, til dæmis af malaríu, lungnabólgu og niðurgangspestum. Til að mæta þessu hefur UNICEF með hjálp heimsforeldra lagt áherslu á að styrkja grunnheilbrigðiskerfið á svæðinu, svo fólk geti sótt sér hjálp þegar börn þess veikjast.

Slík þjónusta, studd af UNICEF, nær nú til yfir 3,3 milljóna manna.
Ástandið hvað varðar vannæringu barna er verst í norðausturhluta Nígeríu þar sem talið er að nærri 75.000 vannærð börn muni láta lífið fái þau ekki meðferð. Það eru fleiri en 200 börn á dag.  Hægt er að styrkja neyðarhjálp UNICEF með því að senda sms-ið BARN í númerið 1900 (1.000 kr).  Einnig er hægt að styrkja neyðarsöfnunina hér eða með því að leggja inn á neyðarreikninginn: 701-26-102050 (kt. 481203-2950).

Tens of thousands of children at risk of starvation in Nigeria/ TheGuardian
Läkare: Svältdöden i Nigeria måste stoppas/ SVD
Why malnutrition is crippling Nigeria/ TRTWorld
UN warns 75,000 children in Nigeria could die of malnutrition within months/ CCTV

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum