Hoppa yfir valmynd
30.11. 2016

Eitt erfiðasta hlutskipti heims að fæðast í Miðafríkulýðveldinu?

https://youtu.be/GwzYa4_FD9Y Hætta er við hvert fótmál á þroskaskeiði barna og unglinga: frá því að lifa af barnasjúkdóma, ganga í skóla, sleppa við þjónustu við vígamenn, og kynferðislegt ofbeldi, svo eitthvað sé nefnt. Heilbrigðiskerfið er að hruni komið, rétt eins og nánast öll opinber þjónusta, sem varð illa úti í ofbeldisöldunni sem gekk yfir landið á árunum 2012-2014.

Þannig hefst frásögn á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna um Miðafríkulýðveldið. Þar segir ennfremur:

"Ofbeldi hefur ekki verið með öllu upprætt þrátt fyrir beitingu alþjóðlegs herafla og lýðræðislegra kosninga fyrr á þessu ári.
Fyrsta þolraunin á æviskeiðinu er að lifa af fæðingu. Samkvæmt tölum frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, deyja 9 af hverjum þúsund konum af barnsförum og eitt barn af hverjum sjö deyr fyrir fimm ára aldur. Þetta er ein hæsta dánartíðni á þessu aldursbili í heiminum.

Af þeim sem lifa til fimm ára aldurs þjást 41% af vannæringu en slíkt hefur varanlegar afleiðingar og skaðar jafnt líkamlegan sem vitsmunalegan þroska. Landið allt glímir við fæðuóöryggi og börn eru fyrstu fórnarlömbin.
Versti staðurinn að alast upp?
Hundruð þúsunda barna alast upp fjarri heimahögum og hafa bæst í hóp uppflosnaðra, annað hvort innan landamæra ríkisins eða hafa flúið til nágrannaríkjanna. Um hálf milljón íbúa Mið-Afríkulýðveldisins búa utan landamæranna og nærri fjögur hundruð þúsund eru á vergangi innanlands.

Jafnvel áður en síðasta vargöldin gekk í garð gekk aðeins þriðjungur barna í skóla samkvæmt tölum frá 2011-12. Stúlkur ganga sjaldnar í skóla en drengir. Þær sæta of ofbeldi, eru giftar á unga aldri og eignast börn enn á barnsaldri. Nærri þriðjungur stúlkna giftast fyrir fimmtán ára aldur.

Þúsundir barna eru þvingaðar til að þjóna í vígasveitum. 2,679 börn voru þvinguð til slíkrar "herþjónustu" á síðasta ári að því er fram kemur í skýrslu aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna á síðasta ári.

Mið-Afríkulýðveldið var í síðasta sæti á lista yfir þau lönd þar sem best væri - og verst- að alast upp, sem skrifstofa breska samveldisins gaf út.

Þetta kemur fram í athyglisverðri grein IRIN, fréttastofu mannúðarmála, þar sem þeirri spurningu er velt upp hvort versti staður í heimi til að alast upp sé Mið-Afríkulýðveldið.

Stofnanir Sameinuðu þjóðanna veita ríkisstjórn landsins stuðning í viðleitni sinni til að hlúa að ungu kynslóðinni.

Fyrr í mánuðinum var haldin í Brussel ráðstefna og fjáröflunarsamkoma sem Evrópusambandið skipulagði.  Sameinuðu þjóðirnar tóku þátt í henni og forseti Miðafríkulýðveldisins, Faustin Archange, kynnti Landsáætlun u m endurreisn og friðaruppbyggingu sem talið er að muni kosta þrjá milljarða bandaríkjadala næstu fimm árin."

Fréttaskýring IRIN: Central African Republic: The worst place to be young?

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum