Hoppa yfir valmynd
30.11. 2016

Héraðshöfðingi í Malaví öflugur andstæðingur barnahjónabanda

Malavikraftaverkakona"Í dag fóru starfsmenn sendiráðsins á fund með Theresu Kachindamoto en hún er héraðshöfðingi í Dedza. Kachindamoto er öflugur andstæðingur barnahjónabanda og hefur komið í veg fyrir og ógilt yfir 1000 giftingar á þeim tíma sem hún hefur verið héraðshöfðingi.

Barnahjónabönd eru alvarlegt og algengt vandamál í Malaví en samkvæmt UNICEF eru allt að helmingur malavískra stúlkna giftar áður en þær ná 18 ára aldri. Í þróunarsamvinnu sinni við Malaví leggur Ísland áherslu á valdeflingu ungs fólks og kvenna og er þessi barátta mikilvægur liður í því. Héraðshöfðingjarnir spila stórt hlutverk í því að vinna gegn barnahjónaböndum og því er það frábært skref að fá konu eins og Kachindamoto til liðs við okkur."

Þetta skrifaði Ágústa Gísladóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Malaví í Fésbókarfærslu á dögunum og birti eftirfarandi mynd með.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum