Hoppa yfir valmynd
30.11. 2016

Vinir Little Bees á Íslandi

LittlebeesÍ stöðufærslu á Fésbókinni birtist á dögunum þessi texti: "Little Bees skólinn á marga góða vini á Íslandi. Einn þeirra er Bjarni Hákonarson. Hann átti frumkvæði af því að safna saman fartölvum sem hætt var að nota á vinnustað hans, hlóð niður í þær þroskandi kennsluhugbúnaði fyrir börn á öllum aldri og gaf skólanum. Little Bees skólinn er því loksins kominn með lítið tölvuver :) Kærar þakkir Bjarni fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem á eftir að auðga líf og menntun hjá hundruðum barna.

KoplittlebeesBjarni Hákonarson svaraði af hógværð: "Látum lofið beinast þangað sem það á heima. Ég fullyrði að þetta verkefni er það mest gefandi sem við starfsmenn Kópavogsbæjar ásamt frábærum sjálfboðaliðum Little Bees höfum tekið þátt í. Við vonum að þessi littla gjöf geti orðið til þess að hjálpa "Littlu Flugunum" okkar að skapa sér góða framtíð. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að taka þátt." Og hjarta fylgdi með.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum