Hoppa yfir valmynd
02.12. 2016

Mikil samvinna norrænu sendiráðanna í Kampala

https://youtu.be/W5EOU8UncP8

Íslenska sendiráðið í Kampala er í sambúð með danska sendiráðinu. Þar blaktir íslenski fáninn við bláan himin flesta daga því veðursæld er mikil í þessari perlu Afríku eins og heimamenn kynna landið sitt gjarnan. 

Íslenska sendiráðið er í miðborg höfuðborgar Úganda, Kampala, og ber ábyrgð á alþjóðlegri þróunarsamvinnu milli Íslands og Úganda sem felur fyrst og fremst í sér samvinnu við tvær héraðsstjórnir í landinu, í Buikwe og Kalangala. Þar er um að ræða stuðning við grunnþjónustu héraðanna við íbúana sem flestir hverjir lifa á fiskveiðum úr Viktoríuvatni.

Starfsmenn sendiráðsins eru níu talsins og þeir kynna sig með nafni og starfsheiti í meðfylgjandi myndbandi auk þess sem rætt er við Stefán Jón Hafstein forstöðumann sendiráðsins um sambúðina við Dani og norrænt samstarf í Úganda.

Fésbókarsíða sendiráðsins í Kampala

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum