Hoppa yfir valmynd
07.12. 2016

Aldrei verið óskað eftir hærri framlögum til mannúðaraðstoðar

Ghoverview2017Aldrei í sögunni hafa Sameinuðu þjóðirnar óskað eftir hærri framlögum til mannúðaraðstoðar vegna stríðsátaka og náttúruhamfara. Á mánudag birtu fulltrúar SÞ tölur um þörfina fyrir framlög á næsta ári, alls 22,2 milljarða dala. Framlögin eiga að nýtast 93 milljónum manna í 33 ríkjum sem búa við átök og afleiðingar náttúruhamfara.

Rúmlega helmingur framlaganna mun renna til stríðshrjáðra íbúa í Sýrlandi, Jemen, Írak og Suður-Súdan, að því er fram kom í máli fulltrúa OCHA, samræmingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum.

Þörfin þrefaldast á fáeinum árum
Frá árinu 2011 hefur þörfin fyrir fjárframlög til mannúðaraðstoðar vaxið jafnt og þétt, frá því að vera tæpir 8 milljarðar bandaríkjadala upp í rúmlega 22 milljarða, sem er því sem næst þreföldun. "Sífellt fleira fólk þarfnast mannúðaraðstoðar, ekki síst vegna þess að átök dragast sífellt á langinn," sagði Stephan O´Brien fulltrúi OCHA.                                                 

Nokkur ríki hafa sent út neyðarkall því sem næst árlega síðasta aldarfjórðunginn og sum ríkjanna horfa fram á verra ástand á næsta ári en því sem er að líða. Meðal þessara óstöðugu ríkja eru Afganistan, Búrúndí, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó og Sómalía.

Á síðasta ári óskuðu Sameinuðu þjóðirnar eftir örlítið lægri fjárhæð til mannúðaraðstoðar, eða 22,1 milljarð dala. Síðasta dag nóvembermánaðar höfðu Sameinuðu þjóðirnar fengið 51% af því fjármagni.

U.N. launches record $22.2 billion humanitarian appeal for 2017/ UNNewsCentre 

Record international humanitarian appeal requires $22.2 billion for 2017

U.N. appeals for $22.2 billion in 2017 humanitarian funds, its highest request ever/ WashingtonPost

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum