Hoppa yfir valmynd
07.12. 2016

Aukin framlög til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu á næsta ári

Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram á Alþingi i gær er stefnt að því að verja 0,25% af vergum þjóðartekjum til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands árið 2017, sem er óbreytt prósenta frá yfirstandandi ári. Hins vegar er stefnt að því að hækka framlögin upp í 0,26% árið 2018 og það hlutfall gildi áfram til ársins 2021.

"Frumvarpið gerir því ráð fyrir að framlög sem teljast til opinberrar þróunaraðstoðar ( e. ODA ) nemi 6,2 milljörðum.kr. árið 2017 og hækki um 9% á milli ára. Munu þá framlögin hafa hækkað um 17% frá árinu 2015 og um 48% frá 2014," eins og segir orðrétt í frumvarpinu.
Um markmið með alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands segir:

"Markmið íslenskra stjórnvalda taka mið af Heimsmarkmiðum S.þ. um sjálfbæra þróun.Yfirmarkmiðið er að draga úr fátækt og stuðla að almennri velferð á grundvelli jafnréttis og sjálfbærrar þróunar með því að:
* Bæta lífsskilyrði og auka tækifæri fátæks fólks með sterkari félagslegum innviðum í samstarfslöndum, með jafnrétti að leiðarljósi.* Bæta fæðuöryggi og hagþróun á grundvelli jafnaðar og sjálfbærrar auðlindanýtingar í samstarfslöndum.* Auka viðnámsþrótt og getu samfélaga til endurreisnar með mannúðaraðstoð og starfi í þágu friðar.
Jafnrétti og sjálfbærni er leiðarljós í þróunarsamvinnu Íslands og íslensk stjórnvöld leggja sitt af mörkum til þess að aukin hagsæld samfélaga skili sér til þeirra fátækustu og leiði til jafnaðar. Enn fremur þykir mikilvægt að saman fari íslensk þekking og þarfir fátækustu ríkjanna, á þeirra eigin forsendum. Áhersla er lögð á að efla samlegðaráhrif tvíhliða og fjölþjóðlegrar þróunarsamvinnu og tryggja eignarhald heimamanna til að festa framfarir í sessi."

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum