Hoppa yfir valmynd
07.12. 2016

Íslenskur stuðningur við flóttafólk frá Suður-Súdan í Úganda

Hofi_Elin_SSUDAN2016Tvenn íslensk mannúðarsamtök, Rauði kross Íslands og Hjálparstofnun kirkjunnar, fengu á dögunum styrki frá utanríkisráðuneytinu vegna mannúðarverkefna við stríðshrjáða flóttamenn frá Suður-Súdan sem leita skjóls í nágrannaríkinu Úganda. Framlagið til Rauða krossins nemur 20 milljónum króna og framlagið til Hjálparstarfs kirkjunnar 10 milljónum. Íslendingar styðja einnig flóttafólkið í Úganda fjárhagslega með framlögum til alþjóðastofnana eins og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR), Matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF).

Bidibidi Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) sendu nýverið út neyðarkall vegna fjölgunar flóttamanna frá Suður-Súdan yfir landamærin til Úganda en IFRC er samstarfsaðili í verkefninu ásamt Rauða krossinum í Úganda (URCS). Talið er að allt að 300 þúsund manns hafi fallið í átökunum í Suður-Súdan og hátt í tvær milljónir manna eru á flótta vegna þeirra. Framlag Rauða krossins og utanríkisráðuneytisins veitir rúmlega 11 þúsund einstaklingum í flóttamannasamfélögunum í Bidibidi nauðsynlega og lífsbjargandi mannúðaraðstoð. Þar á meðal má nefna aðgang að hreinu vatni og dreifingu hreinlætispakka, aðgang að neyðarskýlum og aðgang að heilsugæslu til að takmarka heilsufarslega áhættuþætti. Í Bidibidi eru um 85% flóttamanna konur og börn og 40% hafa verið skilgreind sem einstaklingar með sérþarfir og alvarlega veikir.

Verkefnið stendur yfir í sex mánuði.   Adjumani Verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar er unnið í samstarfi við skrifstofu Lútherska heimssambandsins í Kampala, höfuðborg Úganda, sem starfar náið með Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna á vettvangi. Markmiðið með verkefninu er að veita flóttafólki öryggi, skjól, aðgang að hreinu vatni og salernisaðstöðu. Markhópurinn telur rúmlega 27 þúsund flóttamenn og 70% af þeim eru börn í flóttamannasamfélögunum í Adjumani héraði. Um ræða styrk í samfjármögnunarsjóð Lútherska heimssambandsins sem er m.a. styrktur af hjálparstofnun finnsku kirkjunnar. Hún er jafnframt framkvæmdaraðili ásamt LWF í Úganda og annast menntunarþáttinn í verkefninu.

Verkefnið er til eins árs.

Styðja við suður-súdanskt flóttafólk/ Rauði krossinn
International community has obligation to prevent 'ethnic cleansing' in South Sudan - UN rights experts/ UN New life for South Sudan refugees in Nyumanzi, Uganda/ AlJazeera

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum