Hoppa yfir valmynd
07.12. 2016

Ungar konur og unglingsstúlkur í mestri smithættu vegna HIV

https://youtu.be/v1qDtQQODFk?list=PLm24qjjmwsqqKxVE3UlEB8Tvh5yrrFKn_ Knýjandi þörf er fyrir skjóta aðstoð til verndar stúlkum og ungum konum í sunnanverðri Afríku gegn alnæmi því þúsundir þeirra smitast af HIV veirunni í hverri viku. 

Samkvæmt tölum sem birtar voru í Windhoek í Namibíu á dögunum þegar UNAIDS gaf út skýrsluna "Fast-Track" smituðust í hverri viku á síðasta ári 7.500 stúlkur og ungar konur á aldrinum 15 til 24 ára í þessum heimshluta. Níu af hverjum tíu unglingum sem smitast af veirunni eru stúlkur og dánartíðnin er há.

Í frétt UNAIDS segir að mörgum unglingsstúlkum sé ókunnugt um að þær beri veiruna og þær leiti því ekki eftir aðstoð eða fái meðferð. Skýringin er sögð sú að stúlkurnar geti ekki sagt foreldrum sínum að þær hafi átt í kynferðislegu sambandi við eldri karlmann.

Á árabilinu frá 2010 til 2015 tókst að fækka nýsmituðum lítillega eða um 6% meðal þjóðanna sunnan Sahara, úr 420 þúsundum niður í 390 þúsund. Ólíklegt þykir hins vegar að markmiðið um að fækka nýsmituðum niður í 100 þúsund fyrir árið 2020 náist.

At last, an HIV prevention tool women can control?/ Devex
UNAIDS announces 18.2 million people on antiretroviral therapy, but warns that 15-24 years of age is a highly dangerous time for young women/ UNAIDS
UN calls for urgent action to protect young women from HIV/Aids in Africa/ TheGuardian

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum