Hoppa yfir valmynd
07.12. 2016

Unnið með héraðsstjórn Buikwe við að styrkja grunnþjónustu í fiskimannasamfélögum

https://youtu.be/ScOIcBTOWFo Íslendingar hafa á síðustu árum mótað og þróað verklag í alþjóðlegri þróunarsamvinnu sem vakið hefur athygli annarra framlagsríkja. Þetta verklag eða aðferðarfræði kallast héraðsnálgun. Hún felst eins og nafnið gefur til kynna í samstarfi Íslendinga við héraðsstjórnir, þróunaráætlanir héraða í samstarfsríkjunum. Slíkt samstarf hefur gefið góða raun, bæði í Malaví og Úganda - og Stefán Jón Hafstein forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala var á dögunum beðinn um að lýsa fyrirbærinu... á mannamáli.

Þá lýsir Árni Helgason verkefnastjóri í sendiráðinu í Kampala héraðsnálgunarverkefninu í Buikwe héraði en þar styðja íslensk stjórnvöld héraðsstjórnina við að innleiða betri grunnþjónustu í þágu íbúanna. Um er að ræða stuðning við 19 fiskimannasamfélög, öll þau stærstu í héraðinu sem telja um 75% íbúanna, samtals um 60 þúsund manns. Árni lýsir fyrstu tveimur árum samstarfsins sem hófst árið 2014 og felur í sér stuðning við vatns-, salernis- og hreinlætismál annars vegar og stuðning við menntamál í fiskimannasamfélögunum hins vegar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum