Hoppa yfir valmynd
14.12. 2016

Antonio Guterres sver embættiseið og heitir umbótum í starfi SÞ

António Guterres sór í vikubyrjun embættiseið sem níundi aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði í ávarpi á allsherjarþingi SÞ að samtökin verði að laga sig að breyttum heimi. Guterees tekur við embættinu af Ban Ki-moon um næstu áramót.

Guterres, sem er 67 ára að aldri, var forsætisráðherra Portúgals frá 1995 til 2002 og flóttamannastjóri Sameinuðu þjóðanna frá 2005 til ársloka 2015. 

Guterres lagði mikla áherslu á það í ræðu sinni að friður og öryggi væru kjarni allrar starfsemi Sameinuðu þjóðanna og kvaðst ætla að beita sér fyrir umbótum í starfi Sameinuðu þjóðanna. Hann nefndi sérstaklega að þörf væri á umbótum á sviði upplýsingamiðlunar og samskipta, að veita þyrfti uppljóstrurum vernd, hraða ráðningarferli starfsfólks og vinna gegn íþyngjandi skriffinnsku. Þá hét hann því að beita sér fyrir jafnrétti kynjanna hjá samtökunum, þar á meðal með því að tryggja að jafn margar konur og karlar væru í æðstu stöðum. 

Taking oath of office, Antonio Guterres pledges to work for peace, development and a reformed United Nations/ UNNewsCentre

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum