Hoppa yfir valmynd
11.01. 2017

Afríkukeppnin hefst í vikulokin

2017_Africa_Cup_of_Nations_logoVerið er að leggja lokahönd á undirbúning Afríkukeppninnar í knattspyrnu en keppnin hefst í Libreville, höfuðborg Vestur-Afríkuríkisins Gabon, næstkomandi laugardag, 14. janúar. Keppnin fer fram á fjórum íþróttaleikvöngum í borginni en fyrsti leikurinn verður á milli gestgjafanna og landsliðs Gínea Bissá.

Landslið Úganda tekur nú í fyrsta sinn um langt skeið þátt í Afríkukeppninni en liðið var á dögunum valið besta landslið Afríku á árlegri hátíð (GLO CAF) þar sem slíkar viðurkenningar eru veittar. Þá var markvörður liðsins, Denis Onyango, valinn besti knattspyrnumaður álfunnar, þ.e. af þeim sem spila innan Afríku. Af alþjóðlegum stjörnum bar Riyad Mahres frá Alsír sigur úr býtum en hann leikur sem kunnugt er með Englandsmeisturum Leicester.

Þrír leikmenn Leicester taka þátt í Afríkukeppninni en mörg önnur ensk félagslið verða fyrir blóðtöku meðan keppnin stendur yfir, en henni lýkur ekki fyrr en með úrslitaleik 5. febrúar.

Þjóðirnar sextán sem taka þátt í Afríkukeppninni 2017 eru Gabon, Fílabeinsströndin, Gana, Alsír, Túnis, Malí, Búrkína Fasó, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Kamerún, Senegal, Marokkó, Egyptaland, Tógó, Úganda, Simbabve og Gínea Bissá.

Gabon in final preperations to host 2017 Cup of Nation/ AfricaNews
- Enska úrvalsdeildin kveður þessa leikmenn í bili/ Vísir
- Africa: CAF - Onyango, Uganda Cranes Best in Africa in 2016/ AllAfrica

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum