Hoppa yfir valmynd
11.01. 2017

Flóttafólk á gleymdum átakasvæðum fær stuðning frá Dönum

Ulla_toernaes"Rúmlega 65 milljónir manna í heiminum neyðast til að flýja heimili sín og þurfa á aðstoð okkar að halda. Við heyrum sjaldnast af mörgum þessara átaka. En það dregur ekki úr þörfinni fyrir mannúðaraðstoð. Þvert á móti. Hættan er sú að alþjóðasamfélagið gleymi þeim," sagði Ulla Tørnæs utanríkisráðherra Dana í fréttatilkynningu þegar hún greindi frá ákvörðun dönsku ríkisstjórnarinnar að verja síðasta styrk ársins 2016 til "gleymdra" átakasvæða í heiminum, einkum í Afríku.

Á vef Globalnyt í Danmörku segir að átök víðs vegar í heiminum leiði til þess að milljónir manna fari á vergang en þessa sé sjaldan getið í dönskum og alþjóðlegum fréttamiðlum.

Alls nemur styrkur dönsku ríkisstjórnarinnar 118 milljónum danskra króna, eða um 2 milljörðum íslenskra króna. Fjármununum verður fyrst og fremst ráðstafað til afrískra þjóða eins og Miðafríkulýðveldisins, Suður-Súdan og Búrúndi, auk Jemen á sunnanverðum Arabíuskaganum.

Frétt danska utanríkisráðuneytisins

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum