Hoppa yfir valmynd
11.01. 2017

Frétt um starfsnema mest lesin á Fésbók á liðnu ári

Af 439 fréttum sem birtust á Fésbókarsíðu alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands á nýliðnu ári var vinsælasta fréttin um þá þrjá starfsnema sem valdir voru síðastliðið sumar til fjögurra mánaða dvalar í þremur samstarfsríkjum Íslands í Afríku. "Ása María, Anna Guðrún og Sigrún Björg á leið til samstarfslanda Íslands" en sú frétt kom fyrir augu 3.400 lesenda síðunnar.

Önnur mest lesna frétt ársins 2016 var frá loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í New York í apríl með fyrirsögninni "Einbeitið ykkur að endurnýjanlegri orku," en setningin var höfð eftir Jeffrey D. Sachs og fól í sér skilaboð til ríkisstjórna í heimnum.  

Þriðja mest lesna fréttin fjallaði um plastpokabann í Úganda, pistill Sigrúnar Bjargar Aðalgeirsdóttur starfsnema í Úganda og fjórða mest lesna fréttin var líka frá Úganda með myndasyrpu frá hátíð sem markaði upphaf formlegs samstarfs Íslands við héraðsyfirvöld í Buikwe héraði.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum