Hoppa yfir valmynd
11.01. 2017

Frumbyggjar í Namibíu höfða skaðabótamál gegn Þjóðverjum

Herero-Postcards-01Fulltrúar tveggja ættbálka frumbyggja í Namibíu, Ovaherero og Nama, hafa höfðað mál vegna meintra þjóðarmorða nýlendustjórnar Þjóðverja á árunum 1904-1905 og krefjast skaðabóta. Málið er höfðað fyrir dómstól í New York.

Auk kröfunnar um skaðabætur fara fulltrúar ættbálkanna tveggja fram á að fulltrúar þeirra eigi sæti í samningaviðræðum milli stjórnvalda í Þýskalandi og Namibíu. Slíkar viðræður hafa verið í gangi á síðustu árum en hingað til hafa þýsk stjórnvöld ítrekað neitað að viðurkenna þjóðarmorðin og hafnað kröfunni um skaðabætur.

Talið er að 100 þúsund frumbyggjar í Namibíu hafi verið myrtir í útrýmingarherferð Þjóðverja. Talsverð umræða um málið hefur verið í Þýskalandi á síðustu árum eins og sjá í frétt sem birtist í Heimsljósi árið 2015.

The Herero and Namaqua Genocide

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum