Hoppa yfir valmynd
11.01. 2017

Kynningarfundur um ráðgjafaverkefni á sviði jarðhita í samstarfi við Alþjóðabankann

KynningarfundurÍ morgun efndi þróunarsamvinnuskrifstofa utanríkisráðuneytisins til kynningarfundar um fyrirhugaðan stuðning við jarðhitaverkefni Alþjóðabankans og mögulega aðkomu íslenskra aðila. 

Ísland hefur frá 2005 stutt við starfsemi Energy Sector Management Assistance Programme (ESMAP) við Alþjóðabankann og frá 2009 hefur staða íslensks jarðhitasérfræðings verið kostuð við bankann. Markmiðið hefur verið að styðja við starf bankans í jarðhitaverkefnum og auka hlut þeirra í fjármögnunarverkefnum bankans. 

Nú er svo komið að Alþjóðbankinn er með allmörg jarðhitaverkefni í undirbúningi og framkvæmd víða um heim. Þrátt fyrir að þessi verkefni séu stór í sniðum hefur það sýnt sig að oft á tíðum er þörf fyrir sérhæfða þekkingu í afmarkaðri ráðgjöf í tengslum við framkvæmd þeirra. Því hefur sú hugmynd verið rædd við bankann að Ísland gæti aðstoðað við framkvæmd þessara verkefna með því að leggja til tæknilega aðstoð við tiltekna afmarkaða þætti sem voru kynntir á fundinum í morgun.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum