Hoppa yfir valmynd
11.01. 2017

Metfjöldi flóttamanna í heiminum og gildistaka Parísarsamningsins fréttir ársins

Alþjóðabankinn birti á dögunum lista með tólf grafískum myndum sem bregða ljósi á nokkrar helstu fréttir nýliðins árs. Efst á blaði er metfjöldi flóttamanna í heiminum, næst kemur gildistaka Parísarsamkomulagsins um loftslagsmál, því næst samdráttur í heimsviðskiptum og í fjórða sæti er sú staðreynd að fleira fók hefur aðgengi að farsíma en rafmagni og hreinu vatni.  Bankinn birti einnig myndband sem það gerði af þessu tilefni. 

10 Best World Bank Moments 2016

Af öðrum atriðum sem Alþjóðabankinn telur fréttnæmast frá árinu 2016 er að þriðjungur jarðarbúa er yngri en 20 ára, 600 milljón störf þarf að skapa á næstu tíu árum, þriðjungur íbúa jarðarinnar hafa ekki aðgang að klósetti og flestir sárafátækra í heiminum búa í sunnanverðri Afríku og sunnanverðri Asíu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum