Hoppa yfir valmynd
11.01. 2017

Sannar gjafir fyrir 27 milljónir

TakkunicefSannar gjafir Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) voru vinsælli en aldrei fyrr í desember og fjöldi fólks lagði neyðarsöfnunum samtakanna fyrir  Sýrland og  Nígeríu lið á aðventunni, að því er segir á vef UNICEF á Íslandi.

Alls seldust  sannar gjafir fyrir yfir 27 milljónir króna árið 2016 og er það algjört met. Ríflega 22 milljónir króna söfnuðust auk þess fyrir Sýrland í desember.

Meðfylgjandi mynd birtist með fréttinni á vef UNICEF.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum