Hoppa yfir valmynd
11.01. 2017

Skyndilokanir afrískra stjórnvalda á Netinu vaxandi áhyggjuefni

WhocutofftheinternetNetið verður stöðugt útbreiddara meðal Afríkuþjóða, veitir fólki ný tækifæri til að afla sér þekkingar og nýta kosti fjármálaþjónustu, svo dæmi séu nefnd. Ýmsir fjölmiðlar hafa hins vegar á síðustu vikum vakið athygli á því að ríkisstjórnir allmargra Afríkuþjóða grípa í auknum mæli til þess að loka fyrir Netið tímabundið. Samkvæmt mælingum vöktunarfyrirtækisins Access Now voru tíu slíkar skyndilokanir gerðar á síðasta ári meðal þjóðanna sunnan Sahara.

Eins og sést á myndinni - sem Brooking stofnunin birti - gripu stjórnvöld í Eþíópíu til Netlokana fjórum sinnum á síðasta ári, í tvígang var lokað fyrir Netið í bæði Gambíu og Úganda, einu sinni í Tjad, lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Gabon, Malí, Sambíu og Simbabve.

Þessar aðgerðir beinast fyrst og fremst að því að hindra umfjöllun og skoðanaskipti á samfélagsmiðlum í aðdraganda kosninga eða á tímum pólítískra átaka. 

Brookings stofnunin segir að slíkar lokanir hafi ekki aðeins áhrif á upplýsingaflæði til umræddra þjóða heldur hafi einnig í för með sér efnahagslegt tjón - og vísar í skýrslu sem einn af fræðimönnum hennar birti í október síðastliðinum. Þar kom fram að tjónið vegna skyndilokana á Netinu á heimsvísu nam árið 2015 alls tæpum 2,4 milljörðum bandarískra dala. Mest var tjónið í lýðveldinu Kongó, Eþíópíu, Tjad og Úganda.

Nánar
Internet shutdowns - an explainer/ DW
Governments Loved To Shut Down The Internet In 2016 - Here's Where/ Vocativ
More African governments blocked the internet to silence dissent in 2016/ Qz

Internet shutdowns cost countries $2.4 billion last year/ Brookings

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum