Hoppa yfir valmynd
11.01. 2017

Svíar vilja fyrirbyggja átök og tryggja þátttöku kvenna í friðarumleitunum

SviaroryggisradSvíar ætla að leggja áherslu á að fyrirbyggja átök og tryggja þátttöku kvenna í friðarumleitunum þann tíma sem þeir gegna formennsku í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, segir Margot Wallström utanríkisráðherra Svía í grein sem hún birti á dögunum í Dagens Nyheter. Svíþjóð hreppti sem kunnugt er sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna síðastliðið sumar og fulltrúar Svía gegna formennsku í ráðinu í janúar.

Fram kemur í greininni að Svíar vilja stuðla að uppbyggjandi nýju sambandi milli Antonío Guterres nýs framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og Öryggisráðsins.

Sweden takes its seat on the UN Security Council/ Sænska ríkisstjórnin
Sweden to focus on women and peace during UN Security Council presidency/ TheLocal

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum