Hoppa yfir valmynd
18.01. 2017

Átta ríkustu eiga jafnmikið og helmingur mannkyns

https://youtu.be/SRPbLhT7XOE Það hefur tæpast farið fram hjá neinum að átta ríkustu einstaklingar jarðar eiga nú jafn mikinn auð og fátækari helmingur alls mannkyns. Flestir fjölmiðlar hafa greint frá þessari staðreynd sem kom fram í skýrslu frá bresku hjálparsamtökunum Oxfam. 

Skýrslan er gefin út aðdraganda árlegs fundar World Economic Forum í Davos sem hófst í gær. Þar stinga saman nefjum auðmenn, stjórnmálamenn og forstjórar margra af stærstu fyrirtækjum heims. 

Oxfam segir að fátækari helmingur mannskyns eigi jafnmikið og átta ríkustu menn í heimi en auður þeirra telur 426 milljarða bandarískra dala. Þessi hópur manna telur þá Bill Gates, stofnanda Microsoft, Amancio Ortega, stofnanda verslunarkeðjunnar Zara, fjárfestinn Warren Buffet, Carlos Slim Helú, eiganda eins stærsta fjarskiptafyrirtækis Mexíkó, Jeff Bezos, stofnanda Amazo, Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, Larry Ellison, forstjóra bandaríska tæknifyrirtækisins Oracle og Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóra í New York og stofnanda Bloomberg-fréttaveitunnar. 

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá fundunum í Davos. Í meðfylgjandi myndbandi er ávarp söngkonunnar Shakiru sem hún flutti við upphaf fundarins. 

8 ríkustu eiga jafnmikið og helmingur mannkyns/ RUV
Just 8 men own same wealth as half the world/ Oxfam 
These 8 men are richer than 3.6 billion people combined/ CNN 

Opinion: What the development community can expect from Davos, eftir Raj Kumar/ Devex 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum