Hoppa yfir valmynd
18.01. 2017

Eftirlitsstofnun hvetur Breta til að auka beingreiðslur til fátækra

IcaimyndBreska ríkisstjórnin ætti að íhuga að auka beinar peningagreiðslur til fátækra fjölskyldna í heiminum og einstaklinga, að mati eftirlitsstofnunar með alþjóðlegri þróunarsamvinnu Breta. Stofnunin - The Independent Commission for Aid Impact (Icai) - birti í síðustu viku skýrslu þar sem staðhæft er að beinar peningagreiðslur til fátækra hafi bætt líf milljóna manna og reynst "góð nýting fjármuna". Því er beint til stjórnvalda að auka við þær tvær milljónir punda sem árlega er ráðstafað beint til fátækra en sú upphæð nemur aðeins um 2% af heildarframlögum Breta til þróunarsamvinnu.

Þessar beinu peningagreiðslur hafa verið gagnrýndar í háværri umræðu um þróunarsamvinnu í Bretlandi síðustu vikurnar en bæði Theresa May forsætisráðherra og eftirlitsstofnunin Icai hafa varið verkefnin og fyrrnefnd skýrsla bætir um betur og hvetur til aukinna útgjalda með beingreiðslum til fátækra.

Dæmi eru nefnd í grein The Guardian á dögunum þar sem segir að viðtakendur séu meðal annars barnshafandi konur í Nígeríu sem fá peninga til að nærast betur, foreldrar í Pakistan sem fái peninga til að geta sent börn sín í skóla og aldraðir í Úganda sem fái peninga til að forðast fátækt. Greiðslurnar nema allt frá 6 pundum fyrir fjölskyldur í Úganda upp í 19 pund fyrir fimm manna fjölskyldu í Simbabve.

Þessi stuðningur Breta með beinum peningagreiðslum til fátækra nær til sex milljóna manna.

Því er við að bæta að með fjármuni frá Evrópusambandinu hófust í síðustu viku slíkar beingreiðslur til flóttafólks í Tyrklandi en það fær inneign upp á eitt hundrað tyrkneskar lírur (rúmlega 3 þúsund kr. ísl.) á debetkort mánaðarlega fyrir nauðsynjum, samkvæmt frétt frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna.

UK aid watchdog encourages direct cash support for people in poor countries/ The Guardian 
Cash transfers: Help for those who need it most/ Breska ríkisstjórnin 
UK aid watchdog encourages direct cash support for people in poor countries/ TheGuardian 
Theresa May defends foreign aid cash handouts after Daily Mail attacks 'dole' scheme/ TheIndependent 
Queue here for UK's £1bn foreign aid cashpoint: Just when you thought it couldn't get any worse... YOUR cash is doled out in envelopes and on ATM cards loaded with money/ Daily Mail 
Icea skýrslan:The effects of DFID's cash transfer programmes on poverty and vulnerability/ Independent 
EU Supports Refugees In Turkey Through Innovative Nationwide Cash Programme/ WFP 
Grumbles grow over Britain's generous foreign aid budget/ EconomistWelcome to the global war on aid/ IRIN 
Ljósmynd: ICAI

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum