Hoppa yfir valmynd
18.01. 2017

Mesta ógnin af umhverfisþáttum

https://youtu.be/su_qgPiFiOU Í árlegri áhættuskýrslu World Economic Forum segir að helstu ógnanir sem heimurinn stendur frammi fyrir séu ekki lengur að finna í hagkerfum heimsins heldur í umhverfisþáttum. Þetta er niðurstaða sem dregin er af tíu ára mælingum WEF á helstu áhættum sem blasa við í heiminum.

Í frétt Quartz segir að efnahagslegir þættir eins og verðfall á olíu og samdráttur í kínverska hagkerfinu hafi fyrir árið 2011 verið áhættuþættir sem heiminum stóð mest ógn af. Þá hafi umhverfisþættir eins og öfgafullt veðurfar og náttúruhamfarir verið neðar á blaði. Þetta hafi hins vegar breyst á síðustu sex árum og nú séu áhyggjur af umhverfisþáttur meiri en áhyggjur af efnahagslegum þáttum samkvæmt hundruð álitsgjafa World Economic Forum sem spurðir eru ár hvert.

Þegar horft er á meðfylgjandi myndband sem kynnir helstu niðurstöður skýrslunnar má sjá að fimm áhættuþættir eru settir í öndvegi og talið brýnt að bregðast við þeim. Þeir eru 1) hagvöxtur og umbætur (áhersla á að draga úr tekjuójöfnuði); 2) enduruppbygging samfélaga; 3) stjórnun á þeirri röskun sem tækniframfarir leiða til; 4) aukin alþjóðleg samvinna og 5) hröðun aðgerða í loftslagsmálum.
World Economy Forum hefur gefið út áhættuskýrslu sem þessa í meira en áratug. Samtökin er þekktust  fyrir árlega ráðstefnu um heimsmálin sem jafnan er haldin í Davos í Sviss. Ráðstefnan í ár hófst í gær.

The world is now more likely to be ravaged by environmental, not economic, catastrophes/ Qz 
Áhættuskýrslan: The Global Risks Report 2017 12th Edition/ WEF 
World Economic Forum Says Capitalism Needs Urgent Change/ NYTThe world is now more likely to be ravaged by environmental, not economic, catastrophes/ Qz 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum