Hoppa yfir valmynd
18.01. 2017

Miðað við fjölda flóttamanna eru tvöfalt fleiri á vergangi í eigin landi

Idmc1Rúmlega 40 milljónir manna eru á flótta eða á vergangi innan eigin lands vegna stríðsátaka, fleiri en nokkru sinni fyrr, samkvæmt nýjum tölum frá deild norska flóttamannaráðsins sem birt var á dögunum. Tæplega þriðjungur þessa fólks er á hrakhólum í Afríkuríkjum. Þar eru 12,4 milljónir manna í 21 þjóðríki á vergangi eftir að hafa hrakist burt af heimilum sínum vegna vopnaðra átaka og ofbeldis miðað við nýjustu upplýsingar, frá árslokum 2015.

IdmcforsidaÞetta kemur fram í ársskýrslu - the Global Report on Internal Displacement (GRID) - þeirrar deildar norska flóttamannaráðsins sem hefur yfirsýn í þessum málum, Displacement Monitoring Centre (IDMC). Þar er vakin athygli á þeirri lítt þekktu staðreynd að miðað við fjölda flóttafólks í álfunni eru rúmlega tvöfalt fleiri á vergangi í eigin landi. Alls eru í Afríku um 5,4 milljónir flóttamanna  en sú skilgreining nær einvörðungu til fólks sem flýr yfir landamæri.  

"Við erum alltaf jafn undrandi á því hvað fólk hefur í raun og veru litla vitneskju um þessi mál," segir Alexandra Bilak, yfirmaður IDMC, í frétt frá CNN. "Það eru tvöfalt fleiri á vergangi vegna átaka innan eigin lands miðað við fjölda flóttamanna í heiminum. Þótt tölurnar séu ægilegar eru vandinn miklu meiri," segir hún.

IdmcFólki á hrakhólum í eigin landi vegna átaka og ofbeldis hefur fjölgað ár hvert frá árinu 2003. Í þessum hópi fjölgaði á árinu 2015 um 8,6 milljónir manna eða að jafnaði um 24 þúsund manns á hverjum degi. Í Miðausturlöndum einum lentu 4,8 milljónir á vergangi, fleiri en samanlagt í öllum öðrum heimshlutum. Rúmlega helmingur þessa fólks er í Jemen, Sýrlandi og Írak. Af öðrum löndum þar sem fólki á vergangi fjölgaði verulega má nefna Úkraínu, Nígeríu, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Afganistan, Kolumbíu, Miðafríkulýðveldið og Suður-Súdan.

Alls fjölgaði fólki á hrakhólum í eigin landi um 2,8 milljónir milli áranna 2014 og 2015. Á síðustu átta árum hafa 203,4 milljónir manna á einhverjum tíma lent á vergangi eða að jafnaði um 25,4 milljónir á ári hverju. Á síðasta ári voru einstaklingar frá 127 þjóðríkjum skráðir á hrakhólum í eigin landi.

Africa's silent refugee crisis: 12.4 million on the run in their own countries/ CNN


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum