Hoppa yfir valmynd
18.01. 2017

Norska utanríkisráðneytið vill auka styrki til samtaka í þróunarríkjum

Tone-skogen-udNorska utanríkisráðuneytið skoðar nú möguleika á því að styrkja í auknum mæli innlend samtök í þróunarríkjunum. Samkvæmt frétt í Bistandsaktuelt í Noregi er vilji til þess í ráðuneytinu að auka þannig hlutfall þróunarfjár sem ráðstafað er beint til innlendra aðila. Haft er eftir Tone Skogen aðstoðarráðherra í utanríkisráðuneytinu að samtök í ríku löndunum séu í mörgum tilvikum dýrir milliliðir.

"Við erum þreytt á að vera betlarar í eigin landi," sagði Degan Ali fulltrúi samtakanna African Development Solutions í samtali við Bistandsaktuelt fyrr í mánuðinum. Í viðtalinu skoraði hann á framlagsríki að ráðstafa miklu meira af þróunarfé beint til innlendra samtaka í "suðrinu", í stað þess að láta þá fjármuni í hendur á stórum samtökum í "norðrinu" sem hann sagði í mörgum tilvikum kostnaðarsama milliliði. Að mati Degan Ali ætti fjórðungur þróunarfjár framlagsríkja að fara beint til innlendra samtaka í þróunarríkjunum sjálfum.

"Það er mikilvægt að styðja við innlend samtök. Ekki aðeins vegna þess að kostnaður í þessum löndum eru oft lægri en í Ósló og öðrum höfuðborgum. En ekki síður vegna nálægðarinnar við ákvarðanir sem styrkir eignarhald þeirra sem njóta stuðningsins," segir Tone Skogen aðstoðarráðherra í tölvupósti til norska veftímaritsins.

Hún leggur þó áherslu á að meginmarkmiðið með styrkjum til borgarasamtaka í Noregi sé einmitt að styrkja getu borgaralegra samtaka í fátækum ríkjum. Hún sé því ekki alveg sammála Degan Ali sem máli ástandið of dökkum litum.

Ljósmynd Bistandsaktuelt: Tone Skogen aðstoðarráðherra


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum