Hoppa yfir valmynd
18.01. 2017

Óttast að neyðin í þeim heimshluta sé meiri en í Sýrlandi

https://youtu.be/nNT83G1dGIE Umfang neyðarinnar í löndunum sem kennd er við horn Afríku, í Sómalíu, Eþópíu, Eritreu og Djíbútí, er smám saman að koma í ljós. Hún sýnist vera miklu alvarlegra en áður var talið. Samkvæmt  frétt breska vikuritsins The Statesman hafa aðeins fáeinir fjölmiðlar fjallað um yfirvofandi hungursneyð í þessum heimshluta og þá jafnan í tengslum við matvælaskort hjá tíu milljónum Eþíópíumanna. Það er sá fjöldi sem stjórnvöld í landinu veita matvælaaðstoð. Hins vegar segir í frétt The Statesman að vandinn sé umfangsmeiri og þörfin fyrir mannúðaraðstoð hugsanlega meiri en vegna átakanna í Sýrlandi.

Blaðið segir að stjörnvöld í Eþíópíu hafi haft hugrekki til þess að kalla eftir aðstoð. Sama gildi ekki um stjórnvöld í Eritreu.

Stofnun sem greinir yfirvofandi hungur í heiminum - Famine Early Warning System - hefur frá því um miðjan desember talið að 15 milljónir Eþíópíumanna séu í mestri þörf fyrir matvælaaðstoð. Hvergi í heiminum séu fleiri í jafn mikilli neyð. Hins vegar væru íbúar í norður Sómalíu og Afar í svipaðri stöðu, gætu ekki séð sér farborða "og við blasi vannæring og dauði." Þá segir í frétt The Statesman að allt bendi til þess að ástandið sé jafn alvarlegt í Eritreu og Djíbútí.

Í meðfylgjandi myndbandi frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) segir að hartnær tólf milljónir íbúa í Eþíópíu, Kenía og Sómalíu séu matarþurfi vegna þurrka. Shukri Ahemd, hagfræðingur FAO, útskýrir í myndbandinu matvælaóöryggið, þörfina fyrir stuðning og viðbrögð FAO.

Crisis in the Horn of Africa: Somalia's Famine/ AlJazzera 

With continued drought, Horn of Africa braces for another hunger season


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum