Hoppa yfir valmynd
18.01. 2017

Þróunarríkin styðja myndarlega við bakið á ríku þjóðunum

Komið hefur á daginn að flæði fjármagns frá þróunarríkjum til ríkari þjóða heims nemur miklu hærri fjárhæðum en öll sú vestræna þróunaraðstoð sem veitt er til þróunarríkjanna. Með öðrum orðum: þróunarríkin styðja myndarlega við bakið á þróuðu ríkjunum!  Eins og Jason Hickel segir í grein í Guardian: fjármagnsflæðið frá ríku þjóðunum til þeirra fátæku fölnar í samanburði við flæðið í hina áttina.

MalawisveitÞversögnin í þróunaraðstoð: hvernig fátæku ríkin þróa ríku þjóðirnar, er yfirskrift greinarinnar í The Guardian. Þar segir Jason Hickel að nýjar rannsóknir sýni að þróunarríkin sendi trilljón sinnum fleiri bandaríska dali til vesturlanda en fara í hina áttina. Samt sé okkur öllum kennt hið gagnstæða: að ríku þjóðirnar styðji þróunarríkin og sýni mikla gjafmildi við að uppræta fátækt og tosa fátæku þjóðirnar upp þróunarstigann -  með þróunaðaraðstoð upp á 125 milljónir dala árlega.

Veruleikinn er hins vegar allt annar, segir Hickel og bendir á að í nýlega birtum gögnum frá Global Financial Integrity (GFI) í Bandaríkjunum og Centre for Applied Research í Noregi hafi verið birtar tölur um fjármagnsflæði milli ríkra þjóða og fátækra á hverju ári. Þar hafi ekki aðeins verið tíundaðir fjármunir sem lagðir eru til í þróunaraðstoð, heldur líka annars konar fjármagnsflutningar, skuldaniðurfellingar, heimgreiðslur brottfluttra og fleira.

Hagfræðingarnir komust að raun um að árið 2012 (nýrri gögn ekki tiltæki) fengu þróunarríkin alls 1,3 trilljónir dala í þróunaraðstoð, fjárfestingar og tekjur utan lands frá. Á sama ári "flutu" frá þeim 3,3 trilljónir dala - sem þýðir að þróunarríkin sendu 2 trilljónum dala meira til annarra heimshluta en þau fengu í sinn hlut. Og þegar reiknað er lengra aftur í tímann, til ársins 1980, kemur í ljós að stuðningur þróunarríkjanna við ríku löndin nemur 16,3 trilljónum dala!

Fram kemur í úttektinni að langstærsti hluti af þessum fjármunum er illa fenginn, fjármunir sem eru óskráðir og oftast ólöglegir, að því er fram kemur í grein Jason Hickels. Um er að ræða rúmlega þrettán trilljónir af þessum rúmlega sextán.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum