Hoppa yfir valmynd
25.01. 2017

Ætlar þú þá bara ekki að hjálpa fátæku fólki í þróunarlöndum?"

"Helstu niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að alþjóðleg þróunarsamvinna þjóni hagsmunum allra, þ.e. gjafaríkja og viðtökuríkja, og ljóst er að smáríki á borð við Ísland eiga kost á því að njóta sérstaklega góðs af þróunarsamvinnu," segir Ívar Schram í nýrri meistaraprófsritgerð í alþjóðasamskiptum og stjórnmálafræði sem ber yfirskriftina: "Ætlar þú þá bara ekki að hjálpa fátæku fólki í þróunarlöndum?" Undirheiti ritgerðarinnar er: Viðhorf fagfólks til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu.

Ívar segir í inngangi að ritgerðinni að alþjóðleg þróunarsamvinna sé margbreytilegur málaflokkur sem gengið hafi í gegnum tíðar stefnu- og áherslubreytingar. "Eðli hennar í dag er að miklu leyti andstætt upprunalegum einkennum málaflokksins. Sá lærdómur, sem dreginn hefur verið af þróunarstörfum síðustu áratuga, með Sameinuðu þjóðirnar í fararbroddi, hefur þannig fært málaflokknum þau vopn sem þurfa þykir til að ná upprunalegum markmiðum hans; að útrýma fátækt fyrir fullt og allt. Aukinn óstöðugleiki í alþjóðasamfélaginu hefur þó vakið upp gömul viðmið, sem gæti reynst alþjóðasamfélaginu dýrkeypt," segir í innganginum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum