Hoppa yfir valmynd
25.01. 2017

Mikill munur á skólagöngu kristinna og múslima í sunnanverðri Afríku

Í fjölmörgum löndum sunnan Sahara í Afríku búa kristnir og múslimar í sátt og samlyndi við svipaðar aðstæður. Á einu sviði er þó mikill munur á samfélögum þessara hópa: menntun. Ný rannsókn Pew Research Center sýnir að kristnir eru rúmlega tvöfalt fleiri með formlega skólagöngu að baki en múslimar.

Í rannsókninni var litið til árafjölda í skóla út frá aldri og kyni. Í ljós kom að 65% múslima í sunnanverðri Afríku höfðu ekki fengið neina formlega skólagöngu - hlutfallið það hæsta í heiminum. Til samanburðar höfðu 30% kristinna í þessum heimshluta ekki fengið formlega menntun.

Niðurstöður rannsóknarinnar eru fengnar með gögnum frá 151 þjóðríki - þar af 36 í Afríku sunnan Sahara. Greind var skólaganga sex mismunandi trúarhópa, kristinna, íslamista, hindúa, búddista, gyðinga og annarra. Í 18 af 27 ríkjum þar sem bæði kristnir og múslimar voru fjölmennir höfðu þeir síðarnefndu að minnsta kosti tíu prósent minni skólagöngu.

Eina helstu skýringinu á þessum mun er að leita í fortíðinni, til nýlendutímans, segir í frétt Quartz. Á nýlendutímanum fjölmenntu kristniboðar til Afríkuríkja og voru frumkvöðlar í menntamálum. Múslimar sendu börn sín aldrei í kristniboðsskólana af ótta við trúarlegan viðsnúning. Sú ákvörðun hefur haft djúpstæð áhrif á kynslóðir síðari tíma.

Fram kemur í frétt Quartz skrifar að kristindómur og íslam eru ríkjandi trúarbrögð meðal þjóða í sunnanverðri Afríku og nái til 93% íbúa. Að því gefnu að barnadauði haldi áfram að minnka og fæðingatíðni verði enn há má reikna með því, segir blaðið, að kristnum og múslimum fjölgi stórlega í þessum heimshluta. Þannig hafi verið reiknað út að árið 2050 muni fjórði hver kristinn í heiminum búa í sunnanverðri Afríku.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum