Hoppa yfir valmynd
25.01. 2017

Miklar áhyggjur borgarasamtaka vegna umdeildrar tilskipunar gegn fóstureyðingum

Á annað hundrað borgarasamtök hafa undirritað andmæli gegn umdeildri tilskipun sem bandarísk stjórnvöld innleiddu á nýjan leik á mándag. Samkvæmt henni er borgarasamtökum óheimilað nýta bandarískt styrktarfé til að styðja við framkvæmd eða ráðgjöf um fóstureyðingar. Það þýðir að þau fjölmörgu borgarasamtök sem starfa í þróunarríkjum að fjölskylduráðgjöf er óheimilt að nýta það fé til framkvæma fóstureyðingar eða veita stuðning sem mælir með fóstureyðingum. Ólöglegar óöruggar fóstureyðingar í þróunarríkjum leiða til dauða tugþúsunda kvenna á hverju ári. 

Frétt France24 um málið. Hollendingar svara

Hollenska ríkisstjórnin tilkynnti í morgun að áform séu uppi af þeirri hálfu að eiga frumkvæði að stofnun alþjóðlegs sjóðs til að fjármagna aðgang kvenna í þróunarríkjum að fóstureyðingum - og brúa þannig bilið sem myndast við ákvörðun Trumps. "Bann við fóstureyðingum þýðir ekki færri fóstureyðingar," er haft eftir Lillane Ploumen ráðherra þróunarmála í hollensku ríkisstjórninni. "Slíkt leiðir til fleiri óábyrgra aðgerða í bakherbergjum og fleiri dauðsfalla." 

Tilskipunin með banninu þykir ávallt mikill sigur fyrir þann stóra þjóðfélagshóp í Bandaríkjunum sem er andvígur fóstureyðingum en samtök sem berjast fyrir frjálsum fóstureyðingum og þau sem vinna í þróunarríkjum að fækkun barneigna telja að gróflega sé brotið á rétti kvenna. Sagt er að bannið komi til með að þýða að þúsundir kvenna víðs vegar í heiminum muni deyja og að milljónir kvenna gangi ekki lengur að öruggri fóstureyðingu.  

Umrædd tilskipun var fyrst sett í tíð Reagans árið 1984, Clinton var á öndverðum meiði og tók út ákvæðið um bannið, Bush setti aftur á bann og Obama sneri þeirri ákvörðun við. 


'Global gag rule' reinstated by Trump, curbing NGO abortion services abroad/ TheGuardian
Trump executive order reverses foreign abortion policy/ BBC
Trump kemur í veg fyrir fjárframlög til fóstureyðinga/ Vísir
Trump just reinstated the global gag rule. It won't stop abortion, but it will make it less safe/ VOX
Trump makes early move on restricting abortions around the world/ Reuters
How the US global gag rule threatens health clinics across Kenya and Uganda/ TheGuardian
Here's How Trump's Anti-Abortion Rule Will Affect Women Worldwide/ Buzzfeed
United States aid policy and induced abortion in sub-Saharan Africa/ WHO
COALITION STATEMENT ON OPPOSING THE GLOBAL GAG RULE/ RefugeesInternational

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum