Hoppa yfir valmynd
25.01. 2017

Sæmdarsettum að andvirði sex milljóna króna dreift í Írak fyrir íslenskt söfnunarfé

UnwomenkonumblaedirSamtökin UN Women í Írak dreifa um þessar mundir sæmdarsettum að andvirði sex milljóna króna sem söfnuðust í neyðarsöfnun UN Women á Íslandi í nóvember á síðasta ári.
 

"Í ljósi þess skelfilega ástands sem ríkir í Mosul, Írak efndum við til neyðarsöfnunar fyrir konur á flótta í Írak. Við hvöttum almenning til að senda sms-ið KONUR í 1900 og þar með veita konu á flótta frá Mosul sæmdarsett sem inniheldur helstu nauðsynjar líkt og dömubindi, sápu og vasaljós," segir Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra landsnefndar UN Women á Íslandi.

Til að vekja athygli á þeim grimma veruleika sem konur í Írak búa við, birti landsnefndin myndband sem unnið var af auglýsingastofunni Döðlur. Óhætt er að segja að myndbandið hafi vakið ómælda athygli ef tekið er mið af þeim mikla stuðningi almennings við átakið. Í desember hóf svo landsnefndin sölu á jólagjöf UN Women, veglegu sæmdarsetti sem er táknræn gjöf og andvirði eins sæmdarsetts Í Mosul. Sæmdarsettin gera konum kleift að viðhalda sjálfsvirðingunni og reisn sinni. Almenningur tók virkilega vel í jólagjöfina, sæmdarsettið sem landsmenn gáfu í nafni vina og vandamanna.

Kvenmiðuð neyðaraðstoð

Konur í Mosul hafa búið við skelfilegan veruleika undanfarin þrjú ár, síðan vígasveitir íslamska ríkisins lögðu borgina undir sig. Nú um miðjan október réðust íraskar öryggissveitir ásamt hersveitum Kúrda inn í Mosul með það að markmiði að ná borginni úr höndum vígasveita íslamska ríkisins. Hörð átök geysa enn í borginni og á undanförnum þremur mánuðum hafa um 148 þúsund manns flúið heimili sín í Mosul og eru nú á vergangi. Fólk hefur flúið meðal annars til Ninewa svæðisins suðaustur af Mosul þar sem unnið er að uppsetningu búða fyrir flóttafólk sem fjölgar óðum. UN Women dreifir þar sæmdarsettum til kvenna og samhæfir aðgerðir á svæðinu og tryggir að veitt sé kvenmiðuð neyðaraðstoð. Neyðin í Mosul og kring er mikil og virðist eingöngu vera að aukast.

"Ástandið í Írak er hræðilegt. Aftur á móti er gleðilegt að segja frá þeim mikla meðbyr og velvilja sem almenningur hér á landi sýndi í neyðarsöfnuninni," segir Inga Dóra og vill koma á framfæri þökkum við TM á Íslandi sem styrkti gerð myndbandsins auk þess sem hún vill koma á fram þakklæti til allra þeirra sem styrktu herferðina með kaupum á sæmdarsetti. 

Neyðin í Írak er mikil og ekkert lát virðist á fólksflóttanum. Enn er hægt að

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum