Hoppa yfir valmynd
25.01. 2017

Tvær flóttafjölskyldur komnar til landsins

LibanonTvær fjölskyldur frá Sýrlandi eru komnar til landsins, en þær eru hluti af hópi flóttamanna sem íslensk stjórnvöld hafa samþykkt að veita hæli hér á landi. RÚV greinir frá. 

Þorsteinn Víglundsson félags-og jafnréttismálaráðherra, Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar, skrifuðu undir samning um móttöku fólksins síðdegis á mánudag.

Fjölskyldurnar hafa samkvæmt frétt RÚV dvalið í flóttamannabúðum í Líbanon. "Von er á þriðju fjölskyldunni austur 30. janúar. Þann dag koma 33 flóttamenn. Fimm þeirra fara til Akureyrar og 21 til Reykjavíkur. Um helgina var unnið að því hörðum höndum að gera íbúðir fjölskyldnanna klárar þannig að allt verði tilbúið í kvöld fyrir nýju íbúana," segir í fréttinni. 

Ljósmynd:Amelia Rule:CARE International

Nánar
Where are Syrian refugees?/ UNDP

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum