Hoppa yfir valmynd
25.01. 2017

Veist þú um Íslendinga í Gambíu?

Íbúar Gambíu fönguðu þegar forsetinn fór. Þannig var spurt í síðustu viku þegar ástandið í Vestur-Afríkuríkinu Gambíu var afar ótryggt. Mörg sendiráð erlendra ríkja hvöttu þá fólk til þess að yfirgefa landið hefði það ekki brýna ástæðu til að halda kyrru fyrir. Einnig var fólki ráðlagt að ferðast ekki til Gambíu meðan hættuástand varir.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ræddi í síðustu viku ástandið í landinu. Herir nágrannaríkja voru í viðbragðsstöðu við landamæri sökumi þess að Yahya Jammeh fyrrverandi forseti landsins neitaði að láta af völdum. Hann tapaði í forsetakosningum í desember.  

Sigurvegari kosninganna, Adama Barrow, tók formlega við embætti í síðustu viku en embættistakan fór fram í sendiráði Gambíu í nágrannaríkinu Senegal. Þegar loks Jammeh sá sæng sína uppreidda yfirgaf hann landið en samkvæmt fréttum tók hann drjúgan hluta ríkissjóðs með sér í útlegðina. Hermt er að hann hafi fengið inni í Miðbaugs-Gíneu. 

Tugþúsundir íbúa flúðu landið í síðustu viku, flestir til Senegal, en margir þeirra hafa snúið aftur heim.

As Gambia crisis passes, displaced return from Senegal/ UNHCR
The Fall of Africa's Loneliest Despot/ FP
As Gambia's Yahya Jammeh Entered Exile, Plane Stuffed With Riches Followed/ NYTIMES
TIMELINE: Who is Yahya Jammeh?/ Reuters
A turning point for The Gambia, the smiling face of Africa?/ TheConversation

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum